Kennarinn er fluttur í nýju ibúðina og við Sjúkraliðinn máluðum hana í hólf og gólf og þrifum það sem okkur fannst vanta upp á þrifin hjá seljandanum. Það fóru fjórar umferðir af málningu á herbergið og 2 til 3 á rest. Svo fórum við Tölvunarfræðingurinn og þrifum fyrir hann gömlu í búðina og vonum að næst þegar hann flytur verðum við fluttar af landi brott.
Ég er í vandræðum með hugmyndaflugið, það er önnum kafið við að gera upp nýju íbúið Kennarans og þegar ég labbaði inn í Austurlandahraðlestina í Hlíðarsmáranum í dag sá ég glervegginn sem ég hefði notað til að aðskilja stofu og svefnherbergi ef ég fengi að leika mér með þessa íbúð og slatta af peningum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli