Ég gleðst við þau tíðiðndi svona á mánudagsmorgni að í stað þess að kaupa dekk undir bílinn minn og þvælast á honum inn að Laka um næstu helgi get ég unnið og unnið meira.
Bætt mér upp tapaðar yfirvinnustundir ( sem ég skipti á og frítímum) nýliðinnar viku og sparað enda veitir mér ekki af eftir að hafa borgað kiropraktornum mínum þessar 8 x 5 mínútur sem ég ætla að eyða með honum næstu 2,5 vikur.
Þá verður hann greinilega búinn að borga upp sumarfríið sitt og þarf ekki eins mikið á mínum peningum að halda.
Annars sé ég ekki eftir þeim peningum sem renna í hans vasa úr mínu veski, ég er að vísu slæm af verkjum í bakinu eftir málningarvinnuna í síðustu viku en að öðru leyti er heilsufarið í baki, mjöðmum og fótum gjörbreytt og bráðum ætla ég að fara að þjálfa mig í að ganga á fjöll aftur og ég er steinhætt að borða verkjatöflur með morgun-, hádegis- og kvöldmatnum.
Eftir mánaðamót verða svo bændur og búalið hættir að nota gangnamannaskála í göngunum og þeir aftur lausir til afnota fyrir fólk sem hefur ekki annað að gera en þvælast á jeppum inn í óbyggðum.
Ég væri alveg til í að fara og smala smávegis einhverstaðar.
1 ummæli:
o...
Sorglegt. Valdi meirihluti helgina sem við viljum ekki?
Þá ætla ég að væla um aukavinnu einhvers staðar.
Skrifa ummæli