30. september 2007

Netið

Það er kominn skammtari á netnotkunina á heimilistölvunni. Sjáfvirkt eða sett á af ,,stóra bróðir" eða hvað veit ég.
Allavega er hægt að fá og senda tölvupóst, nota msn og punktur og basta. Þar af leiðandi fara mínar gullvægu greinar um ferðalög, gulrætur, menn, málefni og íslenskunámskeiðið mitt ekki inn á netið því hver nennir að fara og blogga á annara manna tölvum og ekki er tími til þess í vinnuni enda engin verkþáttur sem heitir ,,tómstunir starfsmanna".
Ég lærði í síðustu viku að það sem ég hélt að væri setning skv. hálfgleymdum ritreglum frá því í barnaskóla, heitir málsgrein. Hún afmarkast af punktum. Það ség hélt að héti málsgrein heitir eitthvað allt annað og afmarkast af greinaskilum.
Það þarf ekki að nota punkt á eftir skammstöfunum samsettra orða þar sem seinna orðið er ekki skammstafað, s.s. mgrein sem er þá skammstöfun fyrir málsgrein og Rvík sem er skammstöfun fyrir Reykjavík en það sáuð þið nú auðvitað og kannnski vissu þið þetta öll líka.
Sonurinn lofaði mér tölvu heim á þriðjudag. Ég vona að hann standi við það annars næ ég aldrei í hundinn fyrir tengdadóttirina aftur til dýral. .
!!!!

Engin ummæli: