1. október 2007

Vikan framundan

Þessi vika byrjaði í gær á göngutúr við sjávarsíðuna, örstuttum vinnufrágangi, fundi með góðu fólki og að honum loknum önnur gönguferð en nú með með Kennaranema meðfram Hraunbæjunum andandi að sér lykt af sjó og þara, talandi um fagvitund, siðfræðikenningar einhverra löngu dauðra spekinga hverra ég man ekki nöfnin á stundinni lengur og að mestu leyti einræður um hvað gerði kennslufyrirlestur að góðum fyrirlestri annað en áhugavert efni. Fór svo og keypti gullefni í gluggatjöld með útskrifaða Kennaranum og þegar það var búið var ég búin að fá nóg en tókst að halda mér vakandi til klukkan hálf tíu í gærkveldi. Ég nefnilega gleymdi að fyrst í þessari upptalningu átti að koma ,,eftir svefnlitla og erfiða nótt byrjaði vikan á" o.s.frv.
Ég ætla svo á stuttan fund í kvöld, annan annað kvöld og einhverstaðar þar á milli þarf ég að setjast niður og skipuleggja það að byrja að borða mat og það á matmálstímum. Ég er að hugsa um að bjóða einhverjum samstarf í eldamennsku. Ég held að að væri gott að búa í kommúnu þar sem maður skipti verkum og þyrfti þá ekki að elda nema 1-2 í viku.

Engin ummæli: