Fyrstu skrefin er eitthvað sem allir foreldrar kannast við að hafa beðið eftir í ofvæni. Fljótlega eftir að þau eru tekin færa afkvæmin sig á þríhjólið, þaðan á hjól með hjálpardekkjum og svo er málið að sleppa hjálpardekkjunum og fyrr en varir er æfingarleyfið og bílprófið komið. Sum afkvæmi láta sér það ekki nægja og ákveða að sleppa jörðinni og fljúga.
Ég stal þessari mynd af netinu, hún er af frumburðinum mínum í fyrsta fallhlífarstökkinu.
Svo stal ég einni af henni á jörðu niðri. Rautt klæðir hana ágættlega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli