Ég hugsaði til þess með ánægju þegar ég lagði á stað heim á leið að nú væri Tölvunarfræðingurinn búinn að stökkva og ég þyrfti ekki að vera með hnút í maganum yfir því dæmi lengur. Hún hringdi í mig, bað mig að setja hvítvínið sitt í kæli og sagði að flugvélin hefði bilað og hún ætti jómfrúrstökkið eftir enn. Ég sagði Æ,Æ,Ææi. Fór heim og setti bæði hennar hvítvín og mitt í kæliskápinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli