28. júlí 2007

Dagurinn minn

Ég var byrjuð á langri og margorðri færslu hérna en vissi svo að allt sem skipti máli var.....

að ganga
berfætt í sólbökuðum sandinum og finna hitann leiða upp í iljarnar
að hlaupa
í votum köldum sandi á mörkum láðs og lagar
að finna
kald ölduna freyða um ökklana
að horfa
á sandkornin streyma í átt til hafs með útsoginu
að spyrna
við fótum til að hraða sér ekki á eftir þeim
að anda
að sér lyktinni af blóðbergi mosa og lyngi
að ræða
við vin á tungutaki þeirra sem skilja svo oft án orða
að góð nærvera
gerir sólríkann sumardaginn bjartari.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hefur verið sérlega góður dagur´....