Brjálað að gera og ég ætlaði að vinna heima í kvöld.
Ég hef ekki opnað póstinn minn í nokkra daga svo fólk var farið að senda mér SMS til að segja mér að lesa póstinn, ég gerði það og er að drukkana í hinu og þessu sem mér hefur verið sent síðustu daga og ég ekki farin að vinna neitt. Ættarmótsuppgjör og hitt og þetta óklárað og ég sé fram á að ég verði ekki iðjulaus á næstu vikum.
Gaman að því en ég þaf að fara að koma þessu blessuðu uppgjöri frá svo ég geti farið að einbeita mér að öðru, s.s. að lesa íslensku til að rifja hana upp. Ætli það bíði samt ekki þangað til ég er búin að fá fiskisúpuna á Dalvík.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli