Ég var í óvissuferð í gær og mér varð kalt. Ég veit ekki hvort það var partur af prógramminu en það var vissulega ekki það sem ég átti von á og var þess vegna ekki með föðurland og langerma ullarbol.
Kannski haldið þið að maður þurfi nú ekki á svoleiðis að halda á íslensku rok- og rigningarlausu sumarkvöldi en þegar maður boðar í hlöðu sem er eingöngu hituð upp með tveimur gashiturum sem verða gaslausir til skiptis og vindaugað opið upp á gátt, búið er að standa úti í einn og hálfan tíma til að bíða eftir matnum án þess að hreyfa sig að ráði fer manni að verða kalt og þegar mér verður kalt fara verkir, stingir og bólguþrimlar að gera vart við sig hér og þar, skapið versnar og sjálfsvorkunin lætur kræla á sér.
Ég fer fram á það næst að fara á mínum bíl í óvissuferðir á vegum vinnunar.
Af þessu öllu leiðir að ég er frekar lítilfjörleg og aðgerðarlaus í dag, ég vaknaði að vísu með þá fullvissu í kollinum að nú veitti mér ekkert af því að fara í Bláa lónið en er búin að komast að því að ég nennti sennilega að fara ef lónið fræga væri í bakgarðinum hjá mér, ekki annars. Sundlaugin er í þar, þar næsta garði en ég nenni samt ekki fyrir mitt litla líf að taka mig til og fara þangað, það er allt of mikil fyrirhöfn að klæða sig úr og í núna.
Ég er svo lítið upplífgandi núna að það er niðurdrepandi að umgangast sjálfa mig.
Annars er vinnuferli komið í gagn til að bæta heilsuna eins og hægt er, það tekur bara allt sinn tíma.
Ég áttaði mig heldur seint á að ferð FÍ og Landverndar að Langasjó er núna í júni, ég hélt hún yrði farin í lok júlí eða byrjun ágúst og lenti á biðlista þegar ég loksins pantaði.
Ég fékk upphringingu í gær og var sagt að ég kæmist í ferðina, ómögulegt að fara þetta án mín og nýjasta slagorðið verður hér eftir ,,engin ferð á Hafrúnar". (ég hef skáldaleyfir á þessari síðu) Og nú hef ég viku til að hætta þessu voli og væli og láta mér batna svo ég geti aðeins hreyft mig næsta sunnudag.
Verst að ég þarf að keyra í Hólskjól á laugardagiskvöldið eftir að ég er búin í brúðkaupsveislunni. það stefnir í að ég stoppi ekki lengi þar.
2 ummæli:
Hvenær er þessi brúðkaupsveisla og hver er að gifta sig?
Langisjór í júní... hvenær í júní... er júní ekki að verða búin...
Er það ekki fjögra daga ferð...
En 1.júlí siglingin... tínist hún í þessu...
Júní er ekki að verða búinn, hann er rúmlega hálfnaður.
Er glasið hálffullt eða hálftómt?
23. júní og ég er að fara að gifta mig, 24.júní Langisjór, 1.júlí sigling á Hvítá en það er langt þangað til og ekki tímabært að velta sér upp úr því strax.
Skrifa ummæli