17. júní 2007

17. júní

Það er kominn 17. júní og ég er ekki að ganga yfir Leggjabrjót- en það kemur 17. júní aftur einhverntíma og kannski kemst ég þá. Svo hef ég labbað Leggjabrjót á öðrum tíma en 17. júní og kannski geri ég það einhverntíma aftur.
Það er mikið af ,,kannski" og ,,einhverntíma" í þessari færslu.
Ég gerði svo í dag allt það sem ég ætlaði að gera í gær en heilsan leyfði ekki og þó mig langi til að gera miklu meira heima hjá mér langar mig líka niður í Grasagarð og ég er að hugsa um að láta það eftir mér.

Ég hefði alveg þegið að eiga frí á morgun líka.

Engin ummæli: