Ég er mikill aðdáandi málshátta og máltækja en á þó til eins og aðrir að snúa þeim við. Allir málshættir og máltæki eiga sína skýringu en þegar ég sagði einni frænku minni í dag að það sem hún væri að gera þessa dagana væri kallað ,,að vera eins og útspýtt hundskinn" fór ég að hugsa um hvaðan í ósköpunum þetta orðatiltæki væri komið.
Ég sá oft spýtt skinn þegar ég var krakki og veit síðan þá að þegar skinn er spýtt á holdrosinn að snúa út en hárinn á skinninu að því sem það er spýtt á. Amk spýtti afi minn selskinnin þannig meðan hann skaut og fló sel og spýtti skinn, en á virðulegum söfnum hef ég séð þessu snúið við. Ég sá afa aldrei spýta hundsskinn og veit ekki til þess að það hafi yfirleitt verið gert. Svo hvaðan kemur þetta og hver er samlíkingin?
Svo tala sumir um að ,,rembast eins og rjúpan við staurinn" en aðrir tala um ,,steininn". Rjúpur voru bundnar við straura til að laða að aðrar rjúpur ,,sem lágu þá vel við höggi" veiðimannsins. Ég held að þær hafi aldrei verið bundnar við stein. Aftur á móti hefur stundum verið talað um ,, það liggi fiskur undir steini" og var mikið notað í tengslum við heimildarmynd um Grindavík fyrir langa löngu.
Ég býst fastlega við að ákveðinn heilbrigðisstarfsmaður hafi verið að rugla þessu tvennu saman um daginn langar til að koma leiðréttingu á framfæri þó seint sé.
Svo þarf ég að fara að hringja í fleiri frændur og frænkur og sækja myndir og þetta og hitt og annað en nenni því ekki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli