25. júní 2007

Ég rændi þessari mynd á netinu. Ég veit ekki nema ég sé að þverbrjóta lög og reglur um höfundarrétt með þessu, ég verð sjálfsagt að kynna mér það betur.
Meðfram þessum smávötnum gengum við eins langt og hægt var fórum þá upp á hálsinn á milli þeirra og Langasjávar og til baka meðfram honum. Auðvitað allt með útúrdúrum og löngum kaffi og matar stoppum. Það var sólskin og ég brann á nefinu en sem betur fer fyrir mig dróg ský upp á himinninn þegar leið á daginn. Það er mý á staðnum og þó ég þrætti fyrir það í gær að þetta gæti verið bitmý, ég sá engin bit á mér, varð ég að viðurkenna það þegar ég kom heim að mér skjátlaðist.

Engin ummæli: