26. júní 2007

Fagmenn

Mér finnst virkilega gaman að sjá fagmenn að störfum. Fimm ára stelpukrakki sem ég kannast við ,,ELSKAR" flest. Hún sagði við móðursystur sína í kvöld: ,,Ég elska banana" um leið og hún fleygði bananahýði í ruslið. Móðursystirin svaraði ósköp rólega ,,Já, en bananinn elskar þig ekki. Honum þykir bara mjög vænt um þig eins og okkur þykir mjög vænt um banana". Sú stutta sneri frá ruslafötunni og á leiðinni út úr eldhúsinu sagði hún, ,,Jáhá, og mér þykir MJÖG vænt um banana".
Ég er sannfærð um að þessi móðursystir er fagmaður og ætla að mæla með henni við alla sem ég þekki. Þurfið þið á sálfræðingi að halda?

------------------------------------

Ég skil ekki hvað er að bílnum mínum. Kona sem ég þekki segist ekki ætla í jeppaferðir með mér fyrr en ég verði komin á stærri jeppa og ég er ekki að sjá samhengið.
Stórir jeppar, stór dekk? Hvað er málið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef það var ÉG þá varð það þessi ferð þarna inn að Langasjó sem ég var að hugsa um....
Ef pollarnir eru of djúpir fyrir jeppa-peyjann þinn bíð ég eftir þeim stóra til að sita í innúr..

Hafrún sagði...

Ég held nú að jeppinn minn sé örlítið stærri en Toyota Yaris!
Ég þarf greinilega að endurskoða orðavalið eða þú að lesa alla færsluna.
Aha, þú komst upp um þig!

Nafnlaus sagði...

úbbs...
Hvaða tegund er jeppinn eiginlega..
Greinilega er Toyota Yaris ekki jepplingur eða hvað ???

Nafnlaus sagði...

Æiææ, þessi brandari bjargaði kvöldinu og bætir upp þann sem Tölvunarfræðingurinn sveik mig um áðan.
Yaris er jafn stór Coltinum sem sumir keyra á.
Við skulum skreppa inn að Langasjó í sumar.