Ég var í sumarfríi í gær og það mun hafa sést hérna á síðunni, ég var duglegri að blogga en að skola skítinn af bílnum mínum og það sést líka á honum.
Vinnan er níðþung núna og það bitnar líklega bæði á blogginu og bílnum.
Ég hélt í gær að ég væri að fara að leiðbeina í gömlu aukavinnunni minni en það var einhver misskilningur í gangi þar og þá þarf ég víst að faraaftur við fyrsta tækifæri til að koma einhverju í verk á þeim bæ.
Ég er eiginlega ekki tilbúin til að ganga aftur í þessi verk í júlí og ágúst svo ég færi ekki að gráta þó Sjúkraliðinn fengi ekki Færeyjavinnu í sumarfríinu.
2 ummæli:
hafrún !!!
Já veður maður ekki að hugsa um sína eigin verki. Svona svipað og að setja fyrst á sig súrefnisgrímuna?
Skrifa ummæli