30. júní 2007

Mogginn í dag

Ég sé að starfsmenn Morgunblaðsins þekkja ekki íslenskar reglur um notkun ,,gæsalappa" í ritmáli og ég sá fyrr í dag að ,,Humarhátíðin á Eskifirði gengur vel" Ég veit ekki hversu margir Hornfirðingar hafa fengið áfall við að lesa þessa frétt. Mér brá allavega.

Annars var gulur hundur í 101 Reykjavík víst að spyrja eftir mér og þar sem ég þarf ekki að gera fínt svo hægt sé að halda veislu hér í kvöld er ég að hugsa um að fara og viðra hann aðeins, skila af mér eggjum og bréfum áður en ég klára að pakka niður fyrir sumarbústaðaferð og Hvítársiglingu á morgun.

Engin ummæli: