Ég held að mín sál sá sé komin heim fyrir nokkrum dögum en minnið fylgdi henni ekki; kannski hefur það aldrei farið að heiman,liggur rykfallið þar sem ég skildi það eftir þegar ég fór og ég man ekki hvar ég lagði það frá mér!
Ég hef verið að reyna að tjösla mér saman þessa viku sem er liðin frá heimkomunni. Ástandið orðið þolanlegt fyrri hluta dags en ég er lítt upplífgandi þegar líður á daginn og suma daga svo slæm að ég gæti sofnað standandi undir kvöldð ef ég gæti á annað borð staðið í lappirnar.
---------------------------
Í vetur skrifaði ég þetta:
,,Kuldinn niðri við sjóinn var svo bítandi að eyrun voru við það að hrynja í smábrotum niður á göngustíginn og fjaran var þakin þykkri ísskán,,
Í dag á ég forláta húfu sem ég keypti á flóamarkaði sem staðsettur var á ,,Dry bridge" í borginni Tbilisi. Þetta er grá ullar og skinn húfa af einhverjum liðsmanni eða liðsmönnum sovéska heraflans og þegar ég lét pranga henni inn á mig hafði ég ekki grænan grun um hvaða hlutverk ég ætlaði henni.
Ég uppgötvaði í kvöld þegar ég sýndi Sjúkraliðanum gripinn að það væri lítð mál að losa fóðrið inna úr og þvo það. Ég dreif í þessu og lagði fóðrið í vaskinn á baðinu og lét buna á það heitt vatn, vatnið varð samstundis á litinn eins og 10 ára gamalt koníak, þegar ég svo hrærði svo aðeins í því tók það lit af sterku kaffi og þegar ég bætti svo sápunni í og hrærði meira varð það á litinn eins og kaffi sem hefur soði á könnunni yfir nótt.
Húfufóðrið liggur enn í bleyti og ég er búin að ákveða að hlutverk þessarar húfu verður að halda hita á eyrunum á sjálfri mér í göngum á frostköldum dögum.
Kennarinn benti mér á að skarta gripnum á væntanlegu ættarmóti og hafa merki rauðahersins áberandi á honum, sumum ættingjum mínum til ,,ánægju".
Þetta er sýnishorn af húfumenningu Kákasuslandanna en mín húfa er ekki í þessum stíl.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli