19. janúar 2007

Vetrarmorgun

Klukkan er 10:23 og það er hérumbil orðið bjart. Móskarðshnjúkarnir bláhvítir með bláum skuggum og bak við þá er himininn laxableikur með fjólubláum blæ. Litur sem er að breiða úr sér yfir Esjuna og Úlfarsfellið og teygir sig yfir í fölgulan lit áður en sá blái tekur við ofar á himninum.
Fyrir þetta útsýni skal ég snúa baki við allri umferð á vinnusvæðinu.

Engin ummæli: