21. janúar 2007

Söngvakeppni sjónvarpsins

Tengdadóttirin bauð mér að fara og vera áhorfandi í Loftkastalanum meðan söngvakeppni sjónvarpsins væri send út. Tengdadóttirin er nú svo sem ekki alltaf að bjóða tengdamömmu með sér eitthvað svo ég sagði auðvitað já. Ég sá svo sem ekki eftir því. Það er heilmikil stemming að sitja svona og klappa eftir skipun og merki. Svo er söngurinn eitthvað öðruvísi ,,live".
Ég man svo sem ekki neitt sérstaklega eftir neinu lagi þarna nema það verður að segjast eins og er að einn af þessum höfundum átti frambærilegasta texta sem ég hef lengi heyrt við Eurovison popp. Það var Óskar Guðna en góður texti við frambærilegt lag dugði honum ekki til að komast áfram. Synd og skömm.

Engin ummæli: