22. janúar 2007

Að láta ganga fram af sér.

Ég gefst ekki upp á að láta ganga fram af mér. Þennan morgun er ég með kveikt á Ríksiútvarpinu, rás2 og þar er verið að spila lögin sem völdust í söngvakeppni sjónvarpsins.
Einn texti sem ég hlustaði á var með þessu eða álíka viðlagi.

,,það er dásamleg raun
að þrá þig á laun
ég skil ekki baun"


Eða eitthvað þessi líkt.
Ég man eftir einum, EINUM þokkalegum texta úr þeim lögum sem ég hef heyrt. Og hann var meira að segja rímaður. Flestir texahöfundar keppast við að ríma bullið, ríma skal það hvað sem það kostar þó orðaröðin verði afkáraleg og stirðbusa leg sbr. Ásbjörn Morthens.´
Skýtt með innihaldið, eru engir textahöfundar sem eru færir um aðkoma saman þokkalegum texta.
Hvernig dettur mönnum í huga að segja ,,þá myrkrið ég þekki" í stað þess að segja einfaldlega ég þekki myrkrið. Jú þekki rímar á móti ekki og þess vegna verður textinn hrákasmíði.
Annars er þetta efni í aðra grein og framhaldsgrein og framhaldsframhaldsgrein ef ég hefði bara tíma til að stúdera betur textagerð í staðin fyrir að að hrista af mér hrollinn þegar ég heyri bullið og reyna svo að gleyma öllu saman.

2 ummæli:

bjarney sagði...

Sammála!! Ég heyrði í einu laganna á Rás 2 í gær og ef ég man rétt þá hét lagið ,,Eitt símtal í burtu" - hvað er nú það?? Ég hef þá prívat samsæriskenningu að sigurvissir textahöfundar hafi samið kjarnyrtan enskan texta en kasti til hendinni í íslensku útgáfunni.

Hafrún sagði...

Ég kaupi þá kenningu!