23. janúar 2007

Boltinn

Ég kveikti á útvarpinu í gærkvöld og heyrið um leið ,,fjörutíu sekúntur til eftir af fyrri hálfleik og enn tækifæri til að auka muninn í 11 mörk" Ég tók andköf og hugsaði með mér hvort það væri fræðilegur möguleiki að staðan á leiknum Ísland - Frakkland væri sú að íslendingar væru 10 mörkum yfir.

Auðvitað kemst ég varla hjá því að frétta af sigrum og ósigrum landsliðanna þó ég forðist boltagláp og umræður um boltann eins og heitan eldinn nú orðið, ég horfði stöku sinnum á handblotann í den. Ósigurinn í fyrradag var í öllum fjölmiðlum og ekki komist hjá því að heyra ekkastunur handboltaáhugamanna í hverju horni.
Ég gat nú auðvitað vorkennt strákagreyjunum þarna úti en fannst fjöldinn taka þessu full persónulega.
Nú kveður við annan tón, eftir stórsigurinn í gær og allar fyrri misgjörðir fyrirgefnar.
Ég verð nú að viðurkenna að mér hlýnar töluvert innvortis við að lesa og hlusta á fjölmiðla þessa dagana þrátt fyrir áhugaleysi mitt á boltanum og strákunum ,,okkar".
Það er ósköp notaleg tilfinning.

Engin ummæli: