25. janúar 2007

Textar

Í framhaldi af fyrri pistli um textagerð langar mig til að copera brot úr texta hérna inn. Það sendur hvergi á netinu að eftirprentun sé bönnuð svo...

Gengur til náða nákaldur sefur óvært.
Napurlegir draumar sækja hann heim.
Þramma óraveg yfir sjö fjöll og sjö höf.
Í sífelldri leitinni að furðudýrum tveim.


Og

Kvöldar, haustar, dagar dimmra nátta.
--------------

Og þetta er bara sýnishorn úr mergjuðum texta.
Mér fannst í gamla daga dapurlegt hvað höfundurinn er illskiljanlegur þegar hann syngur lögin sín sjálfur, ég náði aldrei náð textunum almennilega.
Er núna með hann á playlistanum í vinnutölvunni, næ textunum betur þar en í útvarpinu hérna áður og verð oft og iðulega að stoppa í verki til að hlutsta á hann.
Orðaforðinn og samsetning orðanna er heillandi.
Einhverntíma og einhverstaðar tók sonurinn viðtal við þennan höfund og lýsingarnar á viðræðum þeirra í þessu viðtali og í kringum það voru óboganlegar, mér finnst að hann ætti að skrifa það hjá sér sem minjagrip. Reynar er upptakan til en þeir áttu bara klukkutíma spólu og maðurinn var óstöðvandi í tvo klukkutíma.

------------------------------

Engin ummæli: