25. janúar 2007

Göngumál

Fór í Esjugöngu í kvöld. Það hefur birt helling síðan ég fór fyrir uþb. 20 dögum síðan á svipuðum tíma dags, þá var svo dimmt að ég sá ekki að það eru komin upplýsingaskilti meðfram göngustígnum.
Við löbbuðum upp að skilti 3 í dag, það er í 240 metra hæð og kannski, en bara kannski, kemst ég upp að skilti 4 í næstu viku.
Ég ætla að hafa þetta eins og Evrestfararnir, upp í aðrar búðir (skilti) og niður aftur og svo upp í þriðju búðir nokkrum sinnum og svo í aðrar og fjórðu og ...
Annars vona ég að mér takist að halda þessum dampi, ég labbaði smá á laugardag, aðeins meira á sunnudag, og upp í móti í dag.
Gönguklúbbur Hafrúnar og Ellu stefnir á að vera við Esjuna á hverjum miðvikudegi klukkan 17:30 og labba bæði á laugardag og sunnudag um næstu helgi líka. Þó það verði ekki nema Búrfellsgjáin!

Engin ummæli: