15. janúar 2007

Markmiðssetningar

Á hverju ári held ég að góð dagbók bjargi öllu sem ég þarf að gera. Að ég skipuleggi mig og komi hlutunum í verk bara ef ég á eitthvað til að segja mér hvaða dagur er og hafi línur til að skrifa í allt það sem ég ætla að framkvæma hvern dag.
Ég eignaðist dagbók í dag því núna, eins og í fyrra sendi Landsbankinn mér virðulega dagbók með tímastjórnunar ábendingum á hverri síðu. Hún byrjar á hvatningu um markmiðssetningu að setja sér markmið bæði í vinnunni og í einkalífinu! Meira að segja ein síða fyrir hvort og línur til að skrifa það á.
Ég þorði ekki að lesa meira og þó ég leiði aðeins hugann að því hvort og hvaða markmið ég geti sett mér á þessu ári koma bara engar brilljant hugmyndir í kollinn á mér. Skrítið, stundum er hugurinn á mér uppfullur af allskonar misgáfulegum hugmyndum, núna blanko!
Ég á ekki von á að þessi dagbók bjargi mér frá tímaskorti, hálf og ókláruðum verkum, en hún er nú samt flott með fyrirtækis nafninu á (ekki mínu), svört og gyllt. Gyllt er tískuliturinn í ár.

Blogg lestur og skrif er óttalegur tímaþjófur en ég ætla semt ekki að setja mér það markmið að blogga minna í ár en á síðasta ári. Blogglesturinn ferst að mestu leiti fyrir orðið. Kíki þó á einstaka mann einstaka sinnum.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Eru draumórar þá orðin markmið ef maður skrifar þá niður á blað?