14. janúar 2007

Heilkenni

Ég er ekki frá því að ég sé með þynkutengd vandamál. Ætli það megi kalla það heilkenni?
Hvað um það, ég eignaðist leðurjakka á útsölu, stílistinn komst ekki með mér í yfirhafnakaup svo ég veit ekki hvort passar inn í fataínuna! Henni finnst ég yfirleitt velja of kellingarleg föt ef ég fæ að leika lausum hala i fatabúðum og af því ég tek stundum of mikið mark á afkvæminu verð ég sjálfstagt til fara eins og gelgja fram á níræðisaldur.
Fór á Argentínu og borðaði hörpuskel og nautalund og iðraðist þess eins að hafa ekki snúið þessu við og haft nautakjöt í forrétt og fisk í eftirrétt. Maturinn var samt auðvitað meiriháttar þó hann slægi ekki út veisluna í Barcelona í haust.
Kíkti á lífið og þegar ég var að sofna ofan í öskubakkann eftir þessi tvö léttvínsglös og lítinn bjór sagði heilbrigðisstarfsmaður mér að bjór ofan rauðvín gæti valdið heilsufarsvandamálum. Þetta var eins og að fara í svæfingu! Mér tókst nú samt að vakna aftur og entist á djammi fram til hálf þrjú. Þetta er svakalegt úthald!

Engin ummæli: