12. nóvember 2006

Helgin

Ég lifiði þessa helgi af, naumlega þó.
Hitti konu sem er í myndlistarklúbbi en ekki saumaklúbbi, ég kom málum svo fyrir að ég get spurt hana út í það einhverntíma síðar.
Hitti helling af öðru athyglisverðu fólki, kvaddi fólk sem ég er búin að hitta oft undanfarið ár og á eftir að sakan þess að hittingurinn okkar er liðinn.
Bjó mig undir að hitta nýtt fólk reglulega næstu tólf mánuði og safnaði á innleggsreikning mannlegara samskipta og þekkingar.
Allt er þetta gott en ég er samt með einhverja óláns þreytuverki hér og þar.
Ég ætla að skreppa út og hitta Gamla mannin sem ég hef ekki séð í margar vikur eða mánuði og kannski ég heilsi upp á Sjúkraliðann í heimleiðinni ef hún er ekki enn að hlusta.

Engin ummæli: