10. nóvember 2006

Aðalfundurinn

Ég var á aðalfundi í dag. Fór að vísu fyrst á ráðstefnu eða námskeið og lærði allt um ekkert sem ég ekki vissi fyrir.
Lærði svo að hlægja, ég lærði strætóhlátur og flugvélahlátur og hláturkokteil og ... og.. og .. já ég lærði líka garslátturvélahlátur. Æfðum svo nokkrar útgáfur af hlátrum í viðbót en ég man ekki hvað þeir heita allir saman.
Kom heim að loknum fundi og kúrekadansæfingu og heilsaði syninum með handabandshlátri, svei mér þá ef hann skammaðist sín ekki helling fyrir mömmu sína. Ég hef ekki séð hann svona kindarlegan lengi en hann gat nú ekki annað en hlegið smávegis sjálfur og aðeins meira þegar ég tók fyrir hann flugvélahláturinn.
Því miður er ég strax búin að gleyma kántrídönsunum sem ég lærði en þetta var gaman og ágætis líkamsrækt.
Kennarinn þekkir línudansfólk, það er eiginlega spurning um að láta hann koma sér í kynni við það.

Engin ummæli: