9. nóvember 2006

Í fréttum er þetta helst.

Ég er enn á lífi og sá þetta á ferðasíðunni minni: ,,Kákasus er 30.apr-20.maí. Nánar um það fljótlega".

Búin að fara á bókasafnið og ná í Lönd og lýður og lesa um fyrrum Sovéttríkin.

Lægsti hluti Armeníu er 400 m. yfir sjávarmáli.

Það er klikkað að gera fram yfir helgi. Félagsmálastörfin heimta sitt núna! Ó mig auma, hvað var ég að slysast á námskeið í fundarstjórn?
Þetta getur nú reyndar verið gaman svona annað slagið.

Ég ætla að föndra með vinnunni 23. nóv.

Ef ég nenni ekki að bíða eftir vinnuförndri föndra ég fyrr- nú eða kannski bara seinna. Þetta er hvort sem er stimpla- jóla- korta- vinna í vinnuföndri. Mikið af fólki og mikill kliður. Mér finnst það ekki alltaf þægilegt.

Ég kaupi mér plastkúlur ætla að raða í þær hinu og þessu. Sumar er hægt að taka í tvennt en í aðrar þarf að raða niður um smá stút. Það verður eins og að búa til flöskuskip.

Svo fer ég búð úr búð og leita að dóti sem er nógu lítið til að komast í jólakúlurnar mínar.

Eftir helgi er ég að hugsa um að sinna námi, ef ske kynni að mér væri ekki alveg úthýst úr áfanganum.

Fjölskyldan í Engjasmáranum stækkaði í vikunni. Það er langt milli þeirra en ég held nú samt að ég telji þau 4 manna fjölskyldu núna.

Til hamingju Gilla, Friðjón og Ellý Rún.
(Eg linka ekki inn á myndirnar! Þó það sér freistandi Gilla)

Engin ummæli: