15. nóvember 2006

Frost er úti

Það er bókstaflega skítkalt.
Ég held að það sé langt síðan það hefur verið svona kalt svona snemma vetrar. Við erum náttúrulega orðin svo vön því að sleppa við vetrarveður að maður kann þetta bara ekki lengur.
Ég þrælaðist nú samt út í 10 mín. göngtúr áður en ég fór í vinnuna í morgun enda ekki orðið svona hvasst þá. Ég er ekki viss um að ég fari neitt út í fyrramálið, nema auðvitað út í bíl og keyri í vinnuna.
Yngra afkvæmið kom heim áðan og kvartaði undan kúplingunni í bílnum sínum og undan tryggngafélaginu sínu og ég veit ekki hvað og hvað. Hann var þreyttur skininð.
Þegar hann ætlaði af stað heim neitaði bíllinn að fara í gír og hann sá fram á stórkostlegar viðgerðir á nýviðgerðri kúplingunni. Kennarinn kom við og lyfti upp fyrir hann kúplingspedalanum og liðkaði barkann sem var svo stirður í kuldanum að hann náði ekki að kúpla. Já og ég man að þetta hét ,,tengsli" í námsefni Kennarans í iðnskólanum á sínum tíma.
Segið þið svo að ég muni aldrei neitt.

Það líður óðfluga að föndurdögum og tónleikadögum og hinu og þessu skemmtilegu og ég er að vinna alltof lengi fram eftir þessa dagana.
Ætlaði að segja eitthvað meira en man það ekki stundinni lengur.

Engin ummæli: