2. nóvember 2006

Drulluslóðir sniglafroska

Ég er ekki svo skyni skroppin að ég átti mig ekki á að alkóhólismi er sjúkdómur, fjölskyldusjúkdómur og það er ekki bara sá sem drekkur sem er veikur.
Stundum læt ég þó eftir mér að vera reið út í allt þetta fólk sem er fárveikt án þess að gera nokkuð í sínum málum heldur lætur sjúkdóminn endalaust bitna á öðrum.
Sumir sjúklingar geta svo eytt ævinni í að hreinsa upp drulluslóð annara. Auðvitað eiga þeir hluta í henni líka, þeir sættu sig jú við ástandið.
Helv…. djöf....

Sniglar skilja eftir sig slímuga slóð, ekki froskar.

Engin ummæli: