2. nóvember 2006

Afmælissöngurinn

Undanfarnar vikur hef ég átt það til að vakna eldhress á morgnana, drífa mig út í göngutúr og græja mig svo í vinnu löngu fyrir klukkan sjö á morgnana.
Þegar við mæðgurnar vorum sambíla í nokkra daga hentaðuðu þessa morgunvenjur dóttir minni illa, hún var yfirleitt sofandi þegar ég vildi fara að leggja af stað í vinnuna.
Suma morgna, eftir að haf nokkrum sinnum sagt henni hvað timanum leið, stillti ég mér upp við rúmstokkinn hennar og söng fyrir hana það lag sem ég var með á heilanum í það og það sinnið. Ég fékk ALDREI góðar undirtektir, frekar skammir en samt dugði það ekki til að hún sprytti á fætur!
Í dag á dóttir mín afmæli og ég hef hana grunaða um að fara á fætur löngu á undan mér í morgun til að losna við afmælissönginn sem ég var að undirbúia að syngja fyrir hana.

TIL HAMINGU MEÐ DAGINN DÓTTIR GÓÐ.

Ég áskil mér svo rétt til að syngja fyrir þig í kvöld.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það :D

hehe ... já það er mikið á sig lagt til að losna við morgun-söngvana þína. Annars máttu alveg syngja, blása á þér hárið, vera með hávaða, kveikja öll ljós og steikja þér beikon .... bara EFTIR hádegi!