31. október 2006

Flutt

Ég er flutt í vinnunni og nú þarf ég bara að líta upp frá skjánum til að horfa á yfir Grafarvoginn, yfir á Esjuna, Móskarðshnjúkana og Úlfarsfellið. Það er grænt svæði í kringum Keldur en byggingargammarnir bíða í ofvæni eftir að rannsóknarstofan þar verði flutt í Vatnsmýrina svo hægt sé að klessa niður litlum og stórum kössum á túnið og í móann.
Svona útsýni fékk ég ekki að hafa fyrir framan mig á gamla vinnustaðnum en þar var mér boðiðn vinna aftur en nú fullu starfi. Ég sagði nei takk en af því mér finnst alltaf ég eiga svolítið í fyrirtækinu fann ég , með góðri aðstoð, umsækjanda um starfið og hún var ráðinn á staðnum í atvinnuviðtali áðan.

Ég þarf að fara í húsgagnaflutninga á eftir, Tövunarfræðingurinn er orðin húsgagnakaupóður og sjónvarpið sem ég var að semja um geymslu á verður sennilega selt og nær þá næstum því að duga fyrir sumarbústaðaleigunni um helgina. Sorry Sjúkraliði, ekkert sjónvarp í stofuna til þín!

Engin ummæli: