25. september 2006

Heimþrá

Búin að labba örstuttan hring í morgun, keyra Tölvunarfræðinnn eftir bílnum hennar, leggja mig aftur og fara svo í sturtu. Þetta eru heilmikil afköst fyrir klukkan 10 að morgni.

Mig langar austur! Sjúkraliðinn og Kennarinn vilja bæði koma með mér á föstudaginn en Sjúkraliðinn er því miður að vinna til hálf fjögur og það er svolítið seint að fara af stað þá. Mér finnst hún ætti bara að fá að fara fyrr. Fær hún ekki allt sem hún vill í vinnunni?
Píparann langar líka til að fara með allan barnaskarann og veðrið verður svona áfram held ég að ég standist ekki mátið og drífi mig.
Mér var tjáð að það yrði allt vitlaust um næstu helgi á svæðinu, það á að smala. Ég geri örugglega ekki mikið gagn þar en kannski get ég að sigað þeim hinum út og suður.
Þetta kemur allt í ljós, það ræðst af heilsufari, veðri og vindum.