25. september 2006

Mánudagsmorgun

Það er hlýtt og logn og þegar dagurinn er að hrekja nóttina burt er fallegt við Kópavoginn. Háflóð og ljósin í nýja bryggjuhverfinu í Garðabænum speglast í sjónum meðan byggingarnar þar keppast við að yfirgnæfa Keili og Dyngjurnar. Þeim tekst það ekki- ekki enn og vonandi aldrei.
Flest húsin sem eru byggð hérna niðri við sjóinn eru byggð með bátaskýlum. Aðeins eitt þeirra hefur haldið eða fengið að halda aðgengi að skýlinu þegar göngustígurinn var lagður, þar hefur verið brúað yfir rásina upp að húsinu og núna á háflóði lá sjórinn upp að dyrum.
Ég væri til í að eiga það hús og bát með.

Engin ummæli: