24. september 2006

Ber, berjum, berja, -sulta.

Á þessum stundum of langa sólahring er ég búin að búa til mislukkaða sultu úr restinni af aðalbláberjunum sem mér voru gefin og af því hún var mislukkuð notaði ég slatta af henni sem bragðefni í ís sem var ágættlega lukkaður.
Hreinsaði svo upp kræki-bláberja blönduna sem ég fékk senda í sömu ferð. Held að ég hafi ekki orku til að gera eitt handtak í viðbót.
Í þeim töluðu orðum ákvað loðdýrið að nú væri komið að því að hreinsa háravöndlana úr meltingarveginum svo ég greip hann á lofti og hentist af stað með hann inn á bað. Mér finnst hann ekki of góður til að skilja þetta eftir sig á þægilegri stað en stofugólfinu. Leiðin var of löng og ég nærri flogin á hausinn í því sem gusaðist niður á leiðinni. Það hefði verið skemmtilegt til frásagnar ef ég hefði slengst aftur fyrir mig á gólfið og rifið upp hálfgróin götin.
Ég bendi þeim sem hafa áhuga á að fá sér kafloðin gæludýr að þau þurfa að hreinsa upp úr sér hárin sem lenda ofan í þeim við dagleg þrif. Því loðnari því meira að hreinsa!

Engin ummæli: