Ég vildi að ég hefði tíma til að gera allt. En það er bara ekki svo gott, einhverstaðar þarf að skera niður og ég er byrjuð. Fyrst skar ég niður skálavörsluna ég var búin að taka að mér, svo skar ég niður skemmtanahaldið á menningarnótt. Annars var þessi seinni niðurskurður meira vegna þreytu eftir þessa síðustu törn, nú langar mig mest til að skríða undir teppi og liggja þar næstu tvær vikur án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. ´
Ætli ég skeri svo ekki niður keyrsluna í sumrfríinu, ég er farin að efast um að ég nenni að keyra austur til að stoppa þar í 3 eða fjóra daga.
Ég verð sennilega að fara að horfast í augu við að ég get ekki boðið mér þetta vinnuálag án þess að það komi fram einhverstaðar. Það þýðir lítið að berja höfðinu við steininn og halda að ef aðrir geti, geti ég líka.
Ég er nú samt að hugsa um að þrjóskast við einhverja mánuði í viðbót, mig langar til Kákasus.
Annars er þetta leiðinda raus bara tilkomið af þreyti og vonandi þarf ég ekki að taka svona törn alveg á næstunni.
Stefnan verður tekin vestur í kvöld eða fyrramálið. Ég ætla að sjá til seinnipartinn í dag hvernig mér líst á sjálfa mig, veður og færð.
1 ummæli:
Ég veit að alkóhól hefur slæm áhrif á heilann en ekki svona.
Síðan er eins og hún hefur alltaf verið!
Skrifa ummæli