24. ágúst 2006

Þú eina.......

Þú eina hjartans yndið mitt
í örmum villtra stranda,
þar aðeins bjarta brosið þitt
mig ber til draumalanda.



Í þinni finn ég frjálsri brá
svo fagrar innri kenndir
er seiða til sín traust og þrá
í trú, sem hærra bendir.

Ég skoðaði Kaldalón í dag. Síðan hefur þetta ljóð og lag ásótt mig, og ég sem get ekki sungið. Móðir mín var með einhverjar vangaveltur um eitthvað sem hún hafði heyrt eða lesið einhverntíma um tilurð þessa ljóðs en ég finn því enga stoð á netinu amk. Ég verð að fletta þessum Guðmundi E. Geirdal upp í bókasafninu.

Engin ummæli: