25. ágúst 2006
Pílagrímsferðir
Í þessu herbergi, sem nú er búið að opna fram í eldhúsið, svaf ég nokkrar vikur fyrsta sumarið sem ég lifði.
Einstæð átján ára gömul móðir átti ekki kost á öðru en vinna fyrir sér í kaupamennsku hér og þar. Hún á ekki sínar bestu minningar af þessu svæði en samt var það eins og örlítil pílagrímsferð að fara með mér á staðinn og kíkja á glugga.
Þó ýmislegt sé breytt stendur sama borðið ennþá í eldhúsinu.
Við gistum í aflögðum skóla annarstaðar í sveitinni; ,,Þetta var eini skólinn sem mig hefur nokkurntíma langað til að fara í" sagði hún.
Ég get lengi kynnst nýjum hliðum á mínum nánustu- þegar ég gef mér tíma til þess.
Ég er sátt við forgangsröðunina mína þessa viku þó ég hefði stundum viljað ganga meira og keyra minna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli