Sandgerði-Keflavík var það í morgun þrátt fyrir rigninguna, eða einmitt hennar vegna. Þegar er rigning og þoka er best að halda sig á láglendi. Það ringdi svo ekkert þegar ég var komin suðureftir (vestur?) og við fengum sólskin í lokin.
Átta kílómetrar og ég vildi gjarnan að þeir hefðu reynt minna á.
Hálftími á dag- ætli ég komi því nokkurntíma inn í prógrammið.
Ég er að hugsa um að skreppa í Kolaportið.
1 ummæli:
Með akstri út í Sandgerði, göngu,stoppum, kaffistoppum, vörðuskoðunum og akstri heim aftur tók ferðin 5,25 klst. það voru ca þrír í gönguna sjálfa.
Mörg stopp og mikið talað, sem betur fer þvi annars hefði forustusauðurinn tekið þetta á klukkutíma og það var ekki fyrir mig.
Skrifa ummæli