27. ágúst 2006

Ástandið

Ástandið kallar á úrbætur áður en það versnar svo mikið að það hætti að vera bara einkenni. Þess vegna fór ég til sjúkraþjálafara og þar æfi ég mi í að tala ensku. Það voru mistök að æfa sig ekki frekar í dönskunni en hún hélt nú að allir íslendingar töluðu ensku og heldur sig við það.
Þegar ég var spurð að því hvort mér væri sama þó ég væri hjá dönskum sjúkraþjálfara sá ég ekki að þjóðernið skipti máli og komst svo að því að merkingin í spurningunni var ekki um þjóðerni heldur um málakunnáttu. Hvers vegna þarf fólk að vera svona fj. vitlaust stundum.
Ég nennti ekki að standa í því að fá annan og hef þess vegna æft mig í ensku og hana í íslensku en.... Þetta tjáskiptavandamál er frekar hamlandi.
Fór þess vegna og spurði netið út í ýmislegt sem ég hefði vilja spurja sjúkraþjálfarann minn um og hluti af svörunum er hér.
Ég sé að ég þarf að taka mig á og það hraustlega. Ég tími samt ekki að minnka vinnuna alveg strax.
--------

Langvarandi útbreiddir verkir frá stoðkerfi
Dreifðir aumir blettir á ákveðnum anatomiskum stöðum
Önnur ósértæk einkenni svo sem þreyta, svefntruflanir, höfuðverkur, .....
-------
Mikilvægt er að gera sér það ljóst, að flestir þeirra, sem hafa óþægindi frá stoðkerfinu eru ekki með gigtarsjúkdóm heldur gigtareinkenni.
------
Segja má, að hinni dæmigerði sjúklingur með vefjagigt sé kona á fertugs eða fimmtugsaldri með dreifða þráláta verki í hálsi, herðum, upphandleggjum og baki ásamt stirðleika.
------
Hún finnur fyrir almennri þreytu, vöðvamáttleysi og almennu framtaksleysi, sefur illa og vaknar sjaldnast úthvíld á morgnana. Einkennin versna í kulda og raka, við hávaða, ofreynslu, stress og kvíða. Sjúklingnum líður oft betur á sumrin, í fríum og eftir létta áreynslu svo sem göngur, sund og líkamsrækt.
--------
Eitt aðalatriðið í meðferð sjúklinga með vefjagigt er að auka almennt líkamlegt þrek þeirra.

Engin ummæli: