Ég fann mér eitthvað til að læra í haust.
Ég er að hugsa um að skrá mig í Versló og læra þetta sem aldei hefur verið í boði þegar mér hefur dottið í hug að læra það.
LAT103 - Latína
Áfangalýsing
Námsefninu má í heild skipta í nokkra þætti. Um er að ræða í fyrsta lagi að nemendur geti ráðið við meðalþungan latneskan texta. Í öðru lagi verður farið talsvert í latneska orðstofna og tengsl latínu við Evrópumálin. Þá skal einnig litið til bókmennta Evrópumanna í fornöld og á miðöldum og sögu þeirra gerð nokkur skil.
Námsþættir
Farið verður í eftirfarandi námsþætti í latínu:
Hljóðfræði og framburð.
Nafnorðabeyginguna.
Sagnir í framsöguhætti.
Boðhátt og kennimyndir sagna.
Forsetningar og föll lýsingarorða og eignarfornöfn.
Tengsl latínu við önnur mál. og valda þætti í málvísindum.
Textalestur og upprunafræði (etymologíu) nýju málanna.
Bókmenntasaga Rómverja verður reifuð og helstu málaættir veraldar teknar fyrir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli