14. ágúst 2006

Mánudagsrölt

Ég dreif Sjúkraliðann i bíltúr í kvöld. Ég ætlaði að nota mér það að eiga orðið bíl sem færi ýmislegt sem sá gamli fór ekki en... slóðin sem ég ætlaði eftir var kirfilega lokuð með keðju og hengilás svo ennþá er ég ekki farin að fara mikið út fyrir malbikið á hálfjeppanum. Við gengum þá bara eftir slóðinni niður að sjó. Það var hressandi norðanrokið í kvöld.

Ég sé annars að blogger hefur staðið í breytingum og nú setur maður link undir titilinn. Þá linkar maður bara þar líka.

Engin ummæli: