12. ágúst 2006

Grænmetið

Ég mundi það í gærmorgun hvað það var sem ég átti að muna kvöldið áður þegar ég rembdist eins og rjúpan við staurinn við að reyna að muna í hvern ég ætlaði að hringja, það eina sem ég mundi var að ég sagði ,,ekkert mál ég hringi bara í þær strax í kvöld". Þetta er farið að vera alvarlegt vandamál þetta minnisleysi. Stutt síðan ég gleymdi að ná í flugmiða fyrir annan Super Mario bróðirinn þegar hann var að fljúga út og það kostaði heilmikið bras og pening að redda því. Kannski ég sé komin með gulrótamauk milli eyrnanna. Allavega var þetta ,,hringi" vesen á mér út af grænmetinu sem er kominn tími til að panta.
Grænmetisbóndinn sem kennarinn þekkir og hefur selt okkur lífrænt ræktað grænmeti undanfarin haust er byrjaður að taka upp gulræturnar og kálið sitt og ég ætlaði að fara að safna í pöntun hjá honum.
Hann er bara búin að taka upp helling af gulrótum en það fer allt á grænmetismarkað í dag og ég er alls ekki vissu að ég hafi tíma til að fara austur fyrir fjall og sækja mér efni. Yfirlestur og samlestur og svo ætlaði ég að vinna!
Þetta kemur í ljós.
Reyndar bauðst okkur að fara í garðinn hjá lífræna bóndanum og hirða upp annarsflokks gulræturnar ef við vildum en ég sé ekki heldur lausan tíma til þess.
Vinna! Til hvers er maður eiginlega að þessu?
Og ég sem breyti yfirvinnutímunum mínum í orlof og kemst svo aldrei í frí án þess að vinna eins og skepna langt fram á kvöld til að klára verkin frá og tek þess vegna sjaldnast út orlofstímana!

Kannski ég sé að þessu til að eiga fyrir ferð til Kákasuslandanna í vor. Ég er komin á listann þangað, og innan sviga á Lýbíulistann!

Engin ummæli: