Ég varð að afþakka vinnu sem eldabuska í eina viku á Kili. Ég hefði gefið ýmislegt til að komast í það, meira að segja það að elda inni á fjöllum er hátíð miðað við malbikið, en ég get ómögulega svikið gömlu hjónin um að koma með þeim í frí og ég kemst ekki í frí 20. ágúst nema ég vinni eins og skepna alla næstu viku.
Til hvers er ég eiginlega að þessu?
Umm- kannski fyrir launin.
Ég er ákveðin í að fara þá í auglýsta jeppaferð inn á Kjöl um mánaðamótin og það má ganga mikið á ef á að hafa það af mér!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli