Ómanferðin sem ég var eiginlega, næstum því ákveðin að fara í á tímabili er dottin út úr áætlun vegna ónógrar þáttöku, ég fékk þá auðvitað þá flugu í höfuðið að fara til Kákasuslandana í maí 2007 í staðin. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og ekki veitir af að fara að spara ef maður á að fara í 310 þús. króna ferð, það er reyndar allt innifalið í þessu (næstum). Nú ef ég fæ ekki pláss þar ætla ég að plana ferðaárið 2008 og heimsækja Gaddafi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli