Það er rigning og þoka og ég nennti ekki að fara út að labba í kvöld. Setti í staðin rennilás í lopapeysu og veit ekki alveg hvort ég á að betrumbæta saumskapinn eða láta þetta gott heita.
Ég veit annars að ég verð að laga þetta til en það liggur ekki á ég get notað hana svona til að byrja með.
Svo var ég búin að lofa því að lesa yfir efni í kvöld en ég er of sifjuð til þess. Svona er að vaka fram eftir yfir sjónvarpi.
Tölvunarfræðingurinn kom heim frá Noregi í dag, klifjuð af fötum úr H&M og meira að segja keypti hún á mig líka. Ég ætti að eiga föt til skiptana eftir allt útsölurápið og þessa viðbót. Æ, það er ágætt.
Ég man að ég sagði við einhvern i dag að ég skyldi bara hringja í kvöld og tala við ....., en nú man ég ekkert í hvern og hvers vegna. Þetta ef farið að verða alvarlegt minnisleysi!
Ef ég næ nægum svefni í nótt lagast þetta kannski allt. (hvers vegna trúi ég þessu tæmipilega?)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli