Eftir að hafa hreinsað hressilega til í samviskubitsholunni, ekki það að það sé allt búið þar, fór ég í góðan göngtúr í Hraunin vestan við Straumsvík. Var þar í óratíma, að ég held fjóra tíma af því ég þurfti að skoða ofan i hverja holu sem ég sá. Ég var að vísu búin að skrá mig á eitt námskeið áður en ég fór, nú ætla ég að bæta ritkunnáttuna. Ég man ekkert hvenær þetta námskeið er eða hvað það er langt en ég held ég hafi amk. mánuð til að finna út úr því. Endaði svo daginn á að horfa á johnny depp í pirates of the caribbean og gæti alveg hugsað mér að horfa á hann aftur. Vá!
Myndin var svo auðvitað bráðfyndin sem ekki spillti fyrir. Ég held ég stefni á að sjá hana aftur í bíó áður en það veður hætt að sýna hana. Sjúkraliði, kemurðu með?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli