4. ágúst 2006

Hefndin

Ég er alvarlega að hugsa um að vera í arfageðvonskukasti af því Sjúkraliðinn tekur fyllerí á Siglufirði fram yfir fjallgöngur með mér og til að ná mér niður á henni ákvað ég að byrta myndina hennar á netinu og senda svo meil á alla sem málið varðar og bjóða þeim að skoða.
En af því ég er ekki langrækin manneskja og jafn fljótt að rjúka úr mér og í mig verður ekkert úr því. Eða næstum ekkert.. hugmyndin var of ljúf til að henda henni alveg og ég ákvað að birta brot og brot og svo er það orðið að brotabroti.
Við nánari íhugun er ég að komast að þvi að þetta sé siðferðilega rangt og er að hugsa um að henda þessu öllu út, bæði blogginu og myndinni.
Ætli ég verði ekki að drífa mig í að Publisha þessu áður en siðferðiskenndin nær alveg yfirhöndinni.
Það verður nú að virða mér það til vorkunnar að áhugi minn á þessari myndbirtingu er að hluta til kominn vegna þess að mér finnst Sjúkraliðinn loksins vera farin að sýna og sinna þeim hæflileikum sem hennni voru gefnir í vöggugjöf og mér hefur fundist til margra ára vera sorglega vanræktir og vanþakkaðir.
Þrátt fyrir allt mitt tuð og þras hefur hún ekki snúið sér að því að rækta sjálfa sig heldur hlaupið út og suður eftir ótal vindmyllum. Ég hef stundum efast um að hún tvíburi, hallast frekar að því að hún sé fjórburi. Synd og skömm.

Engin ummæli: