25. júlí 2006

Helgafell og Helguhóll

Samkvæmt minni kortabók eru 8 Helgafell á landinu, þar af tvö á blaðsíðu 2 í Atlasnum, Helgafell á Reykjanesi 338 m hátt og Helgafell í Mosfellssveit 215 m.
Helgafell við sunnanverðan Dýrafjörð er 579 metra hátt flatt að ofan en hæðarlínurnar ansi þéttar fyrstu 500 metrana. Helgafell norður við Hrútafjörð er 301 m hátt, Helgafell í Vestmannaeyjum er ekki merkt með hæðartölu á kortin mínu, Helgafell í Vatnsdalsfjalli norðan við Fljótshlíð, eða tilheyrir það Fljótshliðinni? er 367 m yfir sjávarmáli og eitt Helgafellið í viðbót er á austanverðir Öxarfjarðarheiði eða austan við hana það er ekki heldur með hæðartölu en þjóðvegurinn um Helgafellsbrekku liggur ansi hátt þarna svo það er kannski stutt af honum á toppinn á því. Ef ég fer norður í Reykjahverfi, suðurfyrir ætli ég ætti að skreppa þangað og röltu upp.
Helgufell eru tvö á landinu en 10 Helguhólar eru til.
Hvað ætli valdi þessum kynjamun á örnefnunum. Ég þarf eiginelga að fletta upp þessum Helguhólum og fellum og sjá hvar þeir eru staðsettir.
Ég geri það eitthvert annað kvöld.

Engin ummæli: