Ég skrapp á annað Helgafell í dag. Í þetta skiptið á Helgafell í Mosfellssveit, það er lítið og lágt en með því að ganga hring upp á því tókst mér að teygja gönguna í einn og hálfan tíma. Þetta smáfell er reyndar nokkuð víðáttumikið að ofanverðu.
Sá eina rjúpu með tvo smáhnoðra með sér og sá fullt af mögulegum gönguleiðum þarna í kring.
Austur á morgun og ég nenni ekki að pakka. Ég er að spá i að vaka lengur og horfa á Rock Star Supernova! Maður verður að vera samræðuhæfur í vinnunni á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli