Í Hólavallakrikjugarði er grafið skáldaúrval, þverskurður íslenskra ljóðskálda (látinna). Í þessum kirkjugaðir tíndi ég fyrir áratugum síðan blóm í vendi og færði mömmu. Það var stutt að fara á þeim árum og hæfilegt bil undir hliðgrindina. Ekki náði ég upp í slána til að opna.
Nú læt ég mér nægja að hlusta á ljóðaupplestur við leiði löngu grafinna höfunda, á rigningarkvöldi á köldu sumri.
Gjóaði augunum samt annað slagið á girnilegar plöntur sem vaxa þarna á víð og dreif nokkuð sjálfráða um sinn vaxtarstað.
Ég kann vel við mig í kirkjugörðum og eftir kvöldið i kvöld er ég komin á þá skoðun að það sé kannski best að setjast að í einum slíkum að ferðalokum. Annars var ég að hugsa um að láta blása mér út í veður og vind.
Ekki það að það komi til með að skipta mig miklu máli svona eftir á en það gætu aðrir átt hlut að máli líka og af þvi ég er stjórnsöm með endæmum vil ég endilega að þau eigi erindi í friðsælan og gróðursælan kirkjugarð. Helst með mosavöxnum legsteinum og trjám. Þau þurfa að læra að meta það.
1 ummæli:
Ég fékk hund til að passa. Þú mátt passa hann með mér ef þú nennir að labba með honum og mér. Annars þarf ég ekki hund til að ganga með þegar ég hef þig :P
Skrifa ummæli